Í morgun þegar ég mætti til vinnu höfðu mér borist hvorki fleiri né færri en 15 tölvupóstar, þar af 4 vinnutengdir. 11 persónulegir póstar á einum sólarhringi er sennilega Evrópumet í vinsældum.
Nú fer ég í það erfiða og tímafreka ferli að svara bréfum, panta viagra og gefa upp bankanúmer/kreditkortanúmer. Svo mikill tími fer í þetta að ég efast um að mér gefist tími til að svara vinnutengdu bréfunum, sem fjalla öll um að ég eyði of miklum vinnutíma í að lesa og skrifa bréf.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.