miðvikudagur, 26. september 2007

Það er ekki oft sem ég bið um aðstoð. Ég bað til dæmis ekki um aðstoð þegar það kviknaði í hárinu á mér eða í eitthvert þeirra milljóna skipta sem bíllinn minn hefur bilað. En nú ætla ég að brjóta odd af oflæti mínu og grátbiðja.

Í ágústmánuði voru ritaðar 88 athugasemdir á þessa síðu. Ritnefndin setti sér það markmið að ná 10% aukningu í athugasemdum í september, eða um 96,8 = 97 athugasemdum. Þegar þetta er ritað hafa verið skráðar 76 athugasemdir það sem af er september.

Það vantar því enn 21 athugasemd ef markmiðið á að nást og aðeins rúmlega 4 dagar til stefnu. Það gera 5,25 athugasemdir á dag.

Nú skulum við öll hjálpast að við að ná þessu markmiði ritnefndarinnar! Ég er meira að segja til í að leggjast í forina með ykkur, sótsvörtum almúganum, og skrifa nokkrar athugasemdir sjálfur til að ná þessu. Það sem meira er; ég er til í að leggjast svo lágt að hafa innsláttarvillu í þessari fræslu fyrir ykkur að leiðrétta í athugasemdum. Ömurleg komment eru líka komment.

Núna tekur við löng setja við tölvuna þar sem ég sit og stari á tölvuskjáinn í von um atugasemdir. Skrifið!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.