föstudagur, 7. september 2007

Ég les oft um verstu eða heimskulegustu kaup einhverra náunga í Fréttablaðinu og það fékk mig til að hugsa tvennt:

a) Hver ætli séu mín verstu kaup?
b) Af hverju eyði ég tíma mínum í að lesa eitthvað sem mér finnst ekki gaman að lesa?

Hér eru svörin:

a) Hér er listi yfir topp 3 yfir mín verstu/heimskulegustu kaup:

1. Þegar ég var 13 ára þráði ég ekkert heitar en að eiga heftara. Það var það fyrsta sem ég keypti mér við fyrstu útborgun í unglingavinnunni. Með honum keypti ég ekki einn pakka af heftum heldur tvo. Í dag, ca 70 árum síðar er ég hálfnaður með fyrri pakkann. Seinni pakkinn er því mín heimskulegustu kaup.

2. Í febrúar 2006 keypti ég Peugeot 206, árgerð 2000 fyrir kr 600.000. Ári síðar hafði hann bilað fyrir kr. 200.000 samtals og það heldur áfram að telja. Mér býður við sjálfum mér fyrir að hafa keypt þennan bíl. Hann er, vel á minnst, til sölu ef einhver hefur áhuga.

3. Fyrir 3 dögum keypti ég mér kókdollu þegar mig langaði ekki í kók. Ég var ekki einu sinni þyrstur.

b) Af því bara.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.