fimmtudagur, 6. september 2007

Ég fór í sund í gær í góðum félagsskap ...í Laugardalslaug í góðum gír í sundskýlu. Það sem var merkilegt við þessa sundferð er tölfræðin. Hún er eftirfarandi:

* Ég synti rúmlega 850 þúsund millimetra í lauginni.
* Þetta 850.000 mm sund tók mig ekki nema 0,021 sólarhring.
* Eftir sundið fór ég í gufubað og svo í heitu pottana. Þar var ég samtals í 540.000 (540 þúsund) sekúndubrot, sem var, eftir á að hyggja, kannski full mikið.
* Eftir þetta allt saman rakaði ég á mér andlitið. Það tók óvenju skamman tíma, eða aðeins 0,00285% úr ári.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.