Á körfuboltaæfingu í dag gerðist eftirfarandi í fyrsta skipti:
* Lamið var í hausinn á mér, andlitið og báða handleggina í einu, þegar ég reyndi skot. Á meðan á þessu stóð náði ég að bæði öskra og gráta smá. Ekki slæmt. Ég hitti samt ekki úr skotinu.
* Sniðskot mitt var ekki varið í klessu af Óla Rúnari, eins og síðustu æfingu.
* Ég varði skot svo fast að bæði ég og fórnarlambið hrundum í jörðina eftir áreksturinn, slík var höggbylgjan.
* Ég grét í sturtunni, þar sem enginn sá til, af því ég hitti frekar illa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.