laugardagur, 29. september 2007

Frá árinu 2003 hef ég búið á 5 stöðum í Reykjavík. Ekki af því ég borga aldrei leiguna, þó það sé vissulega vandamál, heldur vegna þess að ég hef verið í námi og öðru rugli.

Ég prófaði, mér til skemmtunar á föstudagskvöldi, að merkja við alla staðina sem ég hef búið á. Niðurstaðan er þessi:

(Smellið á myndina fyrir stærra eintak)

1. Tunguvegur 18, 108 Reykjavík. Bjó þarna í 9 mánuði (veturinn 2003-2004). Leigði með 4 strákum sem sváfu á staðnum og ca 75 manns sem mættu bara í partíin. Við vorum því um 80 manns þarna. Skemmtilegur tími, þó ég hafi ekki drukkið áfengisdropa allan veturinn.
2. Skipholt - Stúdentagarðar, 105 Reykjavík. Bjó einn á tveimur herbergjum tvo vetur (2004-2006). Ódýrt og þægilegt. Kláraði námið meðan ég bjó þarna.
3. Kristnibraut, 113 Reykjavík. Bjó þar í 1 ár (2006-2007) með spúsu. Fín íbúð og ódýr. Vann hjá 365.
4. Brekkulækur, 105 Reykjavík. Fékk að búa hjá pabba núna í sumar í 3 vikur á meðan ég beið eftir íbúð í Hafnarfirði. Mjög fínt að búa hjá honum.
5. Laufvangur, 220 Hafnarfirði. Bý nú með vini mínum í stærðarinnar íbúð í Hafnarfirðinum. Mjög góð íbúð á góðum stað. Veturinn byrjar vel.

Allavega, svo fór ég að velta fyrir mér; er undirmeðvitundin eitthvað að reyna að segja mér með þessum staðsetningum á búsetu?

Ég dró línu milli allra þeirra staða sem ég hef búið og viti menn, ég fékk uggvekjandi niðurstöðu. Ég sá hvað undirmeðvitundin vildi að ég safnaði! Óhugnarlegt hvernig undirmeðvitundin nær að tala til manns!

Smellið hér til að sjá hvað mér er ætlað í þessu lífi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.