
Á ársfjórðungsfundi veftímaritsins Við rætur hugans, var frumsýnt nýtt skjal sem sýnir bæði gengi hlutabréfa og fjölda athugasemda skrifaðar á mánuði á þessa síðu, með einni og sömu línunni og sama x-ás.
Myndin sýnir að nýjasta herferð síðunnar, að blogga stuttlega tvisvar á dag, hefur margfaldað virði fyrirtækisins og aukið virkni lesenda. Viðbrögð ritnefndarinnar voru þau að standa á fætur, öskra og skjóta úr rifflum sínum upp í loftið.
Þar sem þetta er að reynast svona vel hef ég ákveðið að framlengja þessari bloggaðferð um óákveðinn tíma. Fylgist því með í amk óákveðinn tíma.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.