Nokkrir punktar úr mínu lífi:
* Ég hef gleymt ca öllu síðasta sólarhringinn. M.a. sundskýlunni í sundlaug, að borga VISA reikninga, að taka íþróttafötin með í vinnuna, að borða og sofa.
* Styrmir bróðir er mættur í vikuheimsókn til landsins með syni sína tvo, Gabríel og Kristján. Ég ætla að ganga í barndóm aftur og leika við strákana hans sem allra mest. Ef ég virðist barnalegur á næstunni þá keyptu þér standara.
* Ég synti 600 metra á rétt rúmlega hálftíma í gær. Þar af 325 metra af skriðsundi, sem er sennilega heimsmet í fjölda skriðsundsmetra, ef marka má hversu erfitt þetta er. Þessi hálftími af sundi tók mig ca 2 tíma að framkvæma, þar sem ég tók mér pásur inn á milli og spjallaði við sundfélaga minn.
* Ég hlusta á Afgan með Bubba og ferðast aftur í tímann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.