sunnudagur, 26. ágúst 2007

Ég er hættur að segja bara frá því jákvæða sem gerist hjá mér, svo fólk fái raunsæjari mynd af mér:

* Í gær spilaði ég póker með vinum. Í fyrra mótinu, þegar alls 9 manns spiluðu, varð ég í 2. sæti. Ég var gríðarlega heppinn að ná 2. sæti. Eins og ég spilaði hefði ég átt að detta fyrstur út, eins og í seinna mótinu, þegar 6 spiluðu. Brjóstumkennanlegur árangur.

* Á körfuboltaæfingu í dag var ég með verri mönnum, var enn þreyttur eftir lyftingar í gær, þar sem ég tók frekar létt lóð af því ég er aumingi.

* Ég fór á Simpsons myndina í bíó um daginn og steinsvaf allan fyrri hlutann, eftir að hafa tekið óvart svefntöflur fyrir sýningu (en ekki amfetamín. Löng saga að segja frá.). Þarf að fara aftur á hana fljótlega.

* Ég setti óvart allan hvíta þvottinn minn með dökku í þvott í dag. Nú er allt mitt hvíta ýmist dökk dökk grátt eða dökk dökk dökk grátt.

Þar hafið þið það. Ég skil vel ef þið hættið að lesa bloggið þar sem mín fullkomna ímynd er brotin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.