föstudagur, 24. ágúst 2007

Ef bíóhús er líkami kóngs, bíómyndin er föt viðkomandi líkama, leikstjóri myndarinnar er klæðskeri og áhorfendur þegnar kóngsins, þá er kvikmyndahúsið kviknakið þegar myndirnar Death Proof og Planet Terror (öðru nafni Grindhouse) eru sýndar, eftir hina frægu klæðskera Quentin Tarantino og Robert Rodriguez.

Verst að þegnar kvikmyndahúsanna keppast við að lofa glórulausan kónginn, sem er með allt niðrum sig. Ég er einn nógu heimskur til að sjá að þessar myndir eru sorp. Mjög rosalega vondar myndir. 0 stjörnur af 4, samtals og að meðaltali.

Gott popp og kók í kónginum samt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.