miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Eftir þetta kvöld veit ég hver mín versta martröð er. Hún er að vera að býsnast við að taka linsurnar úr augunum og takast það eftir talsverðan tíma, bara til að uppgötva að ég var ekki með neinar linsur í augunum til að byrja með.

Þetta gerðist næstum í kvöld, nema ég var með linsur í augunum. Og ég grét talsvert meira en ég myndi gera ef martröðin rættist.

Ef linsur væru manneskjur þá væru þær mínir nýju erkióvinir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.