fimmtudagur, 30. ágúst 2007

Ég hef sorgarfréttir að færa. Ég hef sagt Champion körfuboltaskónum mínum upp störfum frá og með deginum í dag. Þessi uppsögn kemur í kjölfar þess að botninn á skónum er að detta af.

Aðdragandinn er langur. Í byrjun árs komu í ljós brestir í skónum, eftir ca 6 mánaða störf hjá mér. Í maí sagði ég honum að taka sig taki eða vera rekinn. Hann lét í framhaldinu líma sig saman en allt kom fyrir ekki, þeir rifnuðu aftur og hafa verið þannig síðan.

Um síðustu helgi mættu þeir svo fullir til vinnu. Þá fékk ég nóg.

Æ.. Tralli grét. Ég grét. Allir grétu.
Starf Tralla Champion (nafnið á skónum) hefur nú þegar verið fyllt af nýútskrifuðum skóm sem heita Aðalsteinn And 1. Á myndinni sést Tralli afhenda Aðalsteini lyklana að skrifstofunni, frekar súr á svipinn (vinstra megin).

Við (ég og fæturnir) þökkum Tralla fyrir vel unnin störf og bjóðum Aðalstein velkominn í fyrirtækið.

Ef einhver vill ráða Tralla í vinnu, hafið samband við mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.