miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Ég er búinn að plana kvöldið. Í fyrsta sinn í langan tíma felur það ekki í sér bíóferð. Það að fá ókeypis í bíó fyrir tvo í senn (af því ég vinn hjá 365), hefur reynst mér mesta bölvun sem ég hef kynnst, fyrir utan að vera með samvaxnar augabrúnir og engin bringuhár.

En allavega, ekkert bíó í kvöld. Ef ég þekki mig rétt mun ég bugast af bíóleysinu og hanga fyrir utan bíóhúsið með popp og kók, spyrjandi fólk hvaða mynd var í gangi og hvernig hún hafi verið. Vonandi tekur fólk betur í það en síðast.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.