fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Í dag lærði ég að líkaminn notar amk 15 vöðva í ilunum til að halda jafnvægi. Þessir vöðvar geta líka framkallað talsverðan sársauka, sérstaklega ef einhver myndi t.d. mæta á körfuboltaæfingu í gærkvöldi og fá mjög miklar harðsperrur í iljarnar í dag.

Sem betur fer kannast ég ekkert* við þetta, þar sem ég er í svo góðu* líkamlegu formi. Ég stóð mig annars vel* á körfuboltaæfingunni og skemmti mér konunglega.

En nóg um það. Ég hef nóg annað að gera* en að skrifa bloggfærslur.

* Lygi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.