laugardagur, 28. júlí 2007

Því fyrr sem ég segi þetta, því fleiri kveðjur fæ ég: Ég á afmæli í dag, 28. júlí. Ég er 29 ára gamall. Ég fer að verða fullorðinn líkamlega og táningur andlega.

Ég tek við afmæliskveðju í gegnum sms í síma 867 0533, í athugasemdum hér að neðan og í tölvupóstinum finnurtg@gmail.com.

Metið mitt eru 24 afmæliskveðjur. Heimsmetið eru rétt um 1.321.851.888 kveðjur við síðasta afmæli Hu Jintao, forseta Kína.

Ég hef það á tilfinningunni að við getum bætt þetta met.

Þegar þetta er ritað hef ég fengið þrjár kveðjur. Bara 1.321.851.886 í viðbót fyrir nýtt met!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.