Að fara í ræktina er ekki flókið. Maður tekur saman fötin, fer í ræktina, lyftir, teygir, í sturtu, klæðir sig og yfirgefur staðinn.
Þetta vafðist eitthvað fyrir mér í gær, þó sérstaklega fyrsta skrefið; að taka saman fötin.
Venjulega tekur maður eftirfarandi föt til skiptanna:
* Sokka.
* Nærbuxur.
* Bol.
Í gær tók ég til skiptanna:
* Sokka.
* Bol.
* Sokka.
Þetta uppgötvaði ég eftir að hafa klárað öll stigin tvö síðustu (klæða mig og yfirgefa staðinn). Þar sem ég er mjög góður að föndra, þá leysti ég nærbuxnaleysið á snyrtilegan og arðbæran hátt. Ekki spyrja hvernig og alls ekki biðja um myndir frá handtökunni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.