Í gær drakk ég áfengi í nægilega miklu magni til að finna á mér í fyrsta sinn í rúm 2 ár. Farið var í stelpupartí með Eiríki Stefáni og þaðan niður í bæ, þar sem ég greip nánast fyrsta bíl heim, eins og venjan er hjá mér. Þetta var samt mjög gaman. Nóg um það.
Afmæliskveðjumetið var víst ekki slegið í gær. Ég fékk 19 kveðjur alls í gær, sem nægði ekki einu sinni til að bæta gamla metið. Ég undirbý þetta betur næsta ár.
Ég þakka kærlega þeim sem reyndu að gera afmælisdaginn minn eftirminnilegan, þó sérstaklega Dionysus sem hélt stuðinu gangandi í gærkvöldi og í nótt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.