laugardagur, 14. júlí 2007

Undanfarið hef ég verið að horfa á þættina My name is Earl (ísl.: Ærslabelgurinn Earl) sem fjallar um mann sem gerir góðverk og lífið/karma verðlaunar honum fyrir.

Þessir þættir hafa haft góð áhrif á mig því í fyrradag framdi ég þrjú góðverk. Eitt fólst í sér að senda dót austur í miðjum vinnudegi. Í næsta góðverki lánaði ég vinkonu þætti sem ég á og í þriðja góðverkinu lagaði ég Excel skjal sem var eitthvað skrítið.

Daginn eftir vann ég þrjú pókermót. Í dag hef ég verið hundleiðinlegur hrotti og viti menn; ég tapaði á pókermóti áðan.

Samantekt: þegar ég geri góðverk þá græði ég peninga. Þegar ég er vondur þá tapa ég peningum. Samkvæmt þessu, og núverandi skuldastöðu minni, er ég versti maður í heimi.

Svo getur auðvitað líka verið að þetta sé bara tilviljun.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.