Ég hef fundið meðleigjanda í íbúð sem Sverrir nokkur, gamall nágranni minn á Stúdentagörðunum í HR, á og ætlar að leigja mér. Íbúðin er stödd í Hafnarfirði og verður þar áfram.
Meðleigjandinn heitir Daníel og er Richter. Hann er ca 31% yngri en ég og 23,9% skemmtilegri.
Við sóttum um þessa íbúð hjá Sverri sem maður og barnabarn hans. Það gekk upp í fyrstu tilraun. Ráðabruggið hefði sennilega ekki gengið ef ekki væri fyrir gráa skegghárið fyrir neðan munninn á mér, sem skaut upp kollinum fyrir ca viku síðan.
Ég flyt í byrjun september.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.