Mér bauðst nýlega vinna á Egilsstöðum, þar sem:
* Alltaf er sólskin
* Ég get lyft og synt í frábærri og stresslausri aðstöðu
* Allt er í göngufæri
* Fjölskyldan er
* Kærastan er
* Ég get æft körfubolta með félagi
* Ég get slegið gras og fengið borgað fyrir það (með annarri vinnu)
* Lífið er ljúft!
Hinn kosturinn var að búa í Reykjavík þar sem:
* Ég bý einn
* Ég þekki engan
* Sólskin er álíka sjaldgæf og rigning á austurlandi
* Hver einasta aðgerð felur í sér stress (dæmi: búðarferð)
* Ég vinn inni, alla daga, alltaf
* Ég sakna austurlandsins
Ég valdi á sínum tíma seinni kostinn. Ég er ekki alveg viss af hverju. Mig grunar þó að ég hafi verið að reyna að bæta heimsmetið í slæmri ákvörðunartöku. Ég allavega hata sjálfan mig og skyndiákvörðunartökugetu mína. Svo sakna ég líka austurlandsins, meðal annars.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.