Hver er andstæðan við mannvonska?
Ég allavega varð vitni að því orði í kvöld þegar ég keyrði heim úr bíóferð og mætti bíl sem blikkaði mig á fullu. Þegar ég hægði ekki á mér þá blikkaði hann af enn meiri ákafa. Þá hægði ég á mér.
Og viti menn, á bakvið malarhaug leyndist lögreglubíll að reyna að veiða fólk á of miklum hraða. Ég slapp, þökk sé mannvininum (eða flogaveika bílstjóranum) [ég var kannski, mögulega, ef til vill, á örlítið ólöglegum hraða. Og kannski ekki.]
Andstæðan við mannvonsku er lögguuppreisn. Takk lögguuppreisnarsinni!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.