föstudagur, 25. maí 2007

Þar sem ég á að heita viðskiptafræðingur er orðin talsverð pressa á mér að finna viðskiptatækifæri. Ég er ítrekað spurður af fólki: „Ertu ekki alltaf að viðskiptast?“.

Því svara ég venjulega neitandi en ekki lengur. Ég ætla að finna viðskiptatækifæri og það strax!

Nýlega var mér sagt að í nöglum fólks sé uppsafnað vítamín. Þessa áratugina ríður yfir landið gríðarleg heilsubylgja.

Hér er tækifæri.

Á Íslandi búa 307.672 manns. Að meðaltali er hver með 3,99 útlimi (gróf áætlun) og hver útlimur með 5 fingur/tær. Hver nögl vex 0,01 cm á dag (skv. wikipedia). Alls vaxa neglur Íslendinga því um 122.761 cm á dag.

Ef ég gæti, með auglýsingaherferð upp á kr. 10,5 milljónir, sannfært alla landsmenn til að senda mér neglurnar sínar þegar þær eru klipptar, get ég gert eftirfarandi:

Framleitt naglasnakk!
Skilað gríðarlegum hagnaði á ári.
Orðið ríkur.

Í hverjum pakka væru 200 cm af nöglum. Þannig gæti ég framleitt 614 pakka á dag.

Ég myndi selja hvern pakka á kr. 700. Allir pakkar myndu seljast upp, að sjálfsögðu. Kostnaðurinn við þessa framleiðslu væri kr. 350 á hvern pakka.

Þetta myndi gefa mér hagnað upp á kr. 214.900 á dag.

Sala naglasnakksins færi fram 360 daga ársins, sem gera rúmar 77 milljónir í hagnað á ári. Eftir afborganir af startkostnaði (skipt niður á 10 ár), er nettó hagnaður rúmar kr. 76 milljónir!

Ath. enginn skattur er með í dæminu.

Hér eru útreikningarnir:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.