Það fór fram ágiskunarleikur í gær í vinnunni þar sem giska þurfti á leiki AC Milan og Manchester United annars vegar og Chelsea og Liverpool hinsvegar. Til að sýna að ég er ekki skrímsli ákvað ég að taka þátt, þrátt fyrir að það kostaði krónur 500 hvor leikurinn (alls kr. 1.000) og ég veit rúmlega ekkert um fótbolta.
Ég giskaði á fyrstu tölurnar sem poppuðu upp í huga mér. 3-2 fyrir Manchester gegn Milan var fyrri ágiskunin. Hún reyndist rétt og var ég einn um fyrri pottinn.
Þetta eru skelfilegar fréttir þar sem núna fer fólk að spjalla við mig um fótbolta, haldandi að ég viti eitthvað um hann. Ekki þori ég að viðurkenna að ég viti ekkert um fótbolta, þar sem það gæti fokið í fótboltabullurnar sem höfðu rangt fyrir sér.
Allavega, ég vona að ég hafi ekki rétt í seinni leiknum (Chelsea - Liverpool, í kvöld) en ég giskaði á pí - mínus 1. Ef það gengur eftir þá segi ég upp.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.