föstudagur, 27. apríl 2007

Ný gerð skepna hefur numið land. Þetta nýja dýr lætur lítið fyrir sér fara venjulega en ræðst svo á mannverur upp úr þurru með það í huga að sjúga úr þeim peninga eða taka upp tíma.

Skepnan gengur venjulega í jakkafötum og er að finna á fjölförnum stöðum eins og Kringlunni og Smáralind, í þeirri von að veiða fólk í viðbótarsparnað. Það er yfirleitt milli 170 og 190 cm á hæð og ca 60-90 kíló. Tegundin stendur á afturfótunum.

Fólk er vinsamlegast beðið um að forðast augnsamband við þessa tegund, nema það vilji spara peninga. Þá þarf bara að líta örstutt í átt til þeirra og sálin þín er þeirra.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.