föstudagur, 9. mars 2007

Helvítis klám

Nýlega kom út bæklingur frá Smáralindinni sem sýndi 14 ára stelpu á forsíðu, beygjandi sig fram með opinn munninn og greinilega mjög hress (sjá mynd að ofan). Enn nýlegar kom út gagnrýni á þessa forsíðu frá klámsérfræðingi sem segir stelpuna vera í miklum klámstellingum, bíðandi eftir hinu og þessu hér og þar í eða á líkamann. Áhugavert. Ég er sammála klámsérfræðingnum, þetta er siðlaus viðbjóður.

Í dag sá ég manneskju missa lyklana sína og beygja sig eftir þeim í vinnunni. Stuttu síðar geyspuðu nokkrir í vinnunni, þar af 3 strákar. Ég trúði varla mínum eigin augum! Svo ég tali ekki um göndullaga súkkulaðistykkið sem ég sá náunga stinga upp í sig áðan á lostafullan hátt, tyggjandi og gleypandi(!!!)! Hryllingurinn!

Hvað er að samfélaginu? Getur fólk ekki stundað þessar klámstellingar heima hjá sér? Ef ein manneskja í viðbót beygir sig eða opnar á sér munninn á næstunni þá brotna ég saman.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.