fimmtudagur, 8. mars 2007

Ég vinn frameftir í kvöld þar sem ný könnun var að koma í hús frá Capacent og hana þarf að verka.
Á morgun fer ég austur á Egilsstaði til að vinna á skattstofunni alla helgina.
Á mánudaginn byrja ég svo á nýju verkefni fyrir Félag Viðskipta- og Hagfræðinga (FVH) sem felur í sér kannanir, úrvinnslu þeirra og greinaskrif.
Í næstu viku einhverntíman mun ég semja við dagblað á landinu um birtingu á Arthúr.
Í næstu viku klára ég verklýsingu á nýrri síðu og fæ forritara til að smíða hana.

Í fyrsta sinn á ævinni er óhætt að segja að ég hafi nóg að gera.

Í fyrsta sinn um ævina slefa ég blóði af stressi.

Í fyrsta sinn um ævina lýg ég um að ég sé blóðstressaður í fyrsta sinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.