Í dag átti að birtast Arthúrstrípa í DV en einhverra hluta vegna gerðist það ekki. Þarmeð fauk sú blogghugmynd út um gluggann.
Ég gerði ekkert í gærkvöldi nema vinna, af því ég hafði þessa skotheldu blogghugmynd; að tilkynna að Arthúrstrípa birtist í DV í dag. Þvílík vonbrigði. Þvílík tímaeyðsla að vinna þegar ég hefði t.d. getað flogið á hausinn einhversstaðar eða jafnvel gengið svo langt að hlaupa á ljósastaur.
Alyktun/lærdómur dagsins: Það er smá möguleiki á því að ég sé að verða örlítið geðveikur á að hugsa of mikið um bloggið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.