föstudagur, 23. mars 2007

Hér er sannsögulegt samtal í vinnunni í dag.

Samstarfsmaður A: "Hefur einhver sagt þér að þú ert alveg eins og Barði í Bang Gang?"
ég : "nei"
Samstarfsmaður A: "Þú ert alveg eins og hann."
ég: "nú. frábært."
Samstarfsmaður A: "HAHA Þú talar meira að segja eins og hann! 'nú. frábært.' hahahha."
ég: "takk. ég skrifa þetta hjá mér."

Stuttu síðar, langt fyrir aftan mig.
Samstarfsmaður B: "Hvað sagði hann?"
Samstarfsmaður A: "Hann sagði 'nú. frábært' hahahaha."
Ég *hvíslandi*: "spurning um að blogga um þetta."

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.