föstudagur, 2. mars 2007

Í gær stakk ég puttunum í augun á mér. Það er ca það eina sem ég hélt að ég gæti aldrei gert.  Gerðist þessi viðburður í kjölfar þeirra tíðinda að sjón mín er orðin mun verri en fyrir ca 2 árum síðan og þarf ég því ný gleraugu. Þar sem gleraugnagler er rándýr munaður ákvað ég að fá mér linsur, eða að prófa það í viku eða svo.

Að lokum þessarar mjög mikilvægu tilkynningar, til gamans, er svo graf yfir sjón mína undanfarið. Allt eftir febrúar 2007 er spá næstu 10 ára út frá þróun sjónar minnar hingað til.

Þróun sjónar

ATH. Ekki er tekið tillit til þess í spánni, að sjón hætti að þróast á einhverum tímapunkti. Svo er alltaf möguleiki á því að ég deyji innan 10 ára, áður en ég verð staurblindur, ef ég er heppinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.