mánudagur, 5. mars 2007

Ég hélt að bloggleti mín tengdist ofsaþreytu minni sökum þess að hafa ekki náð að sofa út undanfarið. Nú hef ég sofið út einu sinni um helgina. Ég er enn hugmyndasnauður.

Fréttir:

* Jónas keppir í FMÍ á fimmtudaginn. Ég þangað.
* Vantaði menn í dag á Álftanes í eitthvað barnamót í körfubolta, á stigatöflu eða eitthvað. Ég þangað.
* Mig dreymdi að mér þætti bjór góður í nótt. Í kvöld var einn bjór til í ísskápnum. Ég þangað.
* Utah Jazz leikur í sjónvarpinu. Ég þreyttur. Rúm í herberginu. Ég þangað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.