Alltaf þegar ég sé svona fréttir um bensínsprengjur hugsa ég fyrst "æ, ógissla ömus" eins og gelgjurnar en svo panikka ég. Ég hugsa: "Hvað ef þetta var ekki bensínsprengja? Hvað ef Peugeot bifreiðar eru seldar í þessu landi? Það kæmi mér ekki á óvart ef einn, ef ekki fleiri, Peugeotinn hefði spurngið [já, ég hugsa með innsláttarvillum] úr fjölda bilanna."
Eins og alþjóð veit núorðið þá á ég Peugeot 206 og gerðist forseti peugeot-hatarafélagsins í kjölfar þess að bíll minn bilaði þrisvar frekar alvarlega á einu ári. Peugeot er því mesta drasl sem selt hefur verið hérlendis, samkvæmt rannsókn minni (úrtak: 1 bifreið).
Ég vona að minn Peugeot bili ekki á þann hátt að hann springi í loft upp, á næstunni. Það hefði slæmar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyrir mig. Ég skulda nefnilega ennþá megnið af bílnum.
En allavega, 28 manns látnir. Ömurlegt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.