föstudagur, 2. febrúar 2007

Mig hefur oft langað til að verða rappari með stafina MC fyrir framan nafnið mitt (MC Finnur). Það er þó gömul tugga að vera með stafina MC og hætt við því að maður yrði álitinn ófrumlegur, velji maður þessa stafi.

Ég hef því brugðið á það ráð að finna nýja stafi.

MC er væntanlega hluti úr formúlunni E = mc² sem þýðir að orka (E) er jafnt og massi (m) sinnum hraði ljósins (c²).

Ég veit semsagt að mc² er E, en hvað er mc eitt og sér? Leiðum þetta helvíti út!

E = mc²
E/m = (mc²)/m
E/m = c²
(E/m)^0,5 = (c²)^0,5
(E/m)^0,5 = c
m*(E/m)^0,5 = mc

MC er því m*(E/m)^0,5.

Ég ætla því að taka mér upp nafnið "m*(E/m)^0,5 Finnur" ef ég gerist rappari. Ég hugsa að ég neyðist til þess. Það erfiðasta við rapparastarfið er komið; að finna nafnið.

ATH. ^0,5 táknar kvaðratrótin af eða í hálfta veldi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.