laugardagur, 3. febrúar 2007

Í kvöld hrópaði strætóbílstjóri að okkur Soffíu, þegar við fórum úr strætónum; "Góða helgi".

Ákveðið hefur verið að gera bíómynd um þennan mjög vingjarnlega mann þar sem þetta er fyrsti vingjarnlegi strætóbílstjórinn sem fundist hefur frá því að strætósamgöngur hófust (eða amk frá því ég fór að taka strætó), er talið.

Myndin mun heita "Á hálum ís" og vera með Sylvester Stallone í aðalhlutverki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.