Ég tók eftir því nýlega að gangstéttirnar í Grafarholti eru upphitaðar. Þetta kemur í veg fyrir að fólk eins og ég fljúgi á hausinn og stórslasi sig. En þetta framkallar hinsvegar mun verra vandamál. Vandamál sem kemur í veg fyrir að ég gangi á gangbrautum að sumri til.
Þegar gangbrautin er upphituð hverfur snjórinn, sem annars hylur línurnar á gangstéttinni. Og á gangstéttum grafarholts er of stutt á milli lína svo hægt sé að komast hjá því að stíga á þær.
Það snertir enginn heilvita maður gangstéttalínur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.