þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Hér eru nokkrar vangaveltur síðustu daga:

* Af hverju eru bankarnir að keppast við að monta sig sem mest af hagnaði ársins, þegar þeir níðast á fólkinu sem lánaði þeim peninginn sem notaður var til að skapa þennan hagnað, til að byrja með? Þetta allavega lítur þannig út að þeir séu að keppast við að níðast á fólkinu með háum vöxtum og þjónustugjöldum (og greiðslugjaldi).

* Maður einn beið eftir strætó, tók ég eftir um daginn. Þegar hann var kominn um borð var hans fyrsta verk, eftir að hafa sýnt kortið sitt, að ýta á stöðvunartakkann. Strætóinn stoppaði við næsta skýli, ca 200 metrum síðar, þar sem hann gekk út og af stað. Af hverju? Er möguleiki á því að ég hafi séð latasta mann í heimi?

* Ég er að borga bílalán af járnhrúgunni sem ber heitið Peugeot 206. Með hverri afborgun greiði ég sérstakt "Greiðslugjald" upp á kr. 275. Hvað er ég að borga fyrir? Ef marka má nafnið er ég að borga fyrir að fá að greiða reikninginn. Getur það virkilega verið? Eru himinháir vextir ekki nóg? Af hverju þá að stoppa þar? Af hverju ekki Greiðslugjaldsgreiðslugjald líka? Þannig væri ég að borga fyrir að fá að greiða greiðslugjaldið. Ný gróðavon fyrir bankana.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.