SVR hækkaði gjaldskrá sína nýlega. Dæmi:
* Stakur miði: úr kr. 250 í kr. 280 (12% hækkun).
* Tveggja vikna kort: úr kr. 3.000 í kr. 3.500 (16,7% hækkun).
Þetta er ekkert!
Nýlega hækkaði íþróttahús Egilsstaða gjaldskrá sína. Dæmi:
* Stakur miði í lyftingasal: úr kr. 500 í kr. 800 (60% hækkun).
* Mánaðarkort í lyftingarsal: úr kr. 4.000 í kr. 7.000 (75% hækkun).
Talið er að báðar þessar hækkanir séu framkvæmdar til að koma í veg fyrir þá skelfilegu þróun að fólk taki strætó í Reykjavík og stundi líkamsrækt á Egilsstöðum. Stórsnjallt!
Til að sporna við óðaverðbólgunni sem þessu fylgir hef ég ákveðið að bjóða upp á ókeypis heilsun. Ef fólk heilsar mér úti á götu heilsa ég til baka, án endurgjalds (gildir ekki ef heilsað er í strætó). Ekki er talið að þessi gjafmildi mín muni hafa langtímaáhrif á viðskiptahallann.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.