mánudagur, 12. febrúar 2007

Í dag eru 560 dagur liðinn síðan ég og Jónas birtum okkar fyrstu Arthúrsstrípu. Það gera 1,53 ár eða 18,41 mánuði eða rúmlega 80 vikur. Samkvæmt talningu minni (í huganum) gera þetta einnig 13.449 klukkustundir síðan fyrsta strípan birtist, 806.965 mínútur eða 48.418.272 sekúndur. Á þeim tíma hafa birst 228 strípur á síðunni. Það gera 0,0000047 strípur á sekúndu.


Sem einmitt minnir mig á það. Takið 20. sekúndu 53. mínútu 22. klukkutíma þess 2. mars næstkomandi (02.03.2007 klukkan 22:53:20) frá. Þá heldur Arthúr upp á 50.000.000 (50 milljóna) sekúndna afmæli sitt. Veislan mun vara í ca. 0,000057 daga.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.