þriðjudagur, 13. febrúar 2007

Undanfarið hef ég ekkert getað hugsað eða einbeitt mér að neinu. Ég hef ekki getað horft á sjónvarpið eða skrifað neitt gáfulegt, hvað þá hlusta á tónlist af heilum hug eða lesið dagblöð hérna heima. Ég kom ekki fingri á hvert vandamálið var. Þetta gekk svo langt að ég hugsaði mér að taka mataræðið í gegn ellegar fara til læknis, jafnvel geðlæknis.

Þá slökknaði á ísskápnum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.