Við greiningu á hegðan minni á vinnustaðnum mínum (365) hef ég komist að stórkostlegum niðurstöðum sem munu gjörbreyta klæðaburði mínum og öðrum lífsmótandi ákvörðunum. Hér eru nokkur atriði um hegðan mína hérna:
* Ég spái ekkert í útlit mitt og er því óeftirtektarverður.
* Ég klæðist dökkum fötum.
* Ég segi aldrei neitt að fyrra bragði.
* Ég fer alltaf í mötuneytið þegar ég er fullviss um að enginn sé þar nema afgreiðslufólk.
* Ég læðist um.
* Það veit enginn hver ég er eða hvaðan ég kem.
* Ég get næstum drepið fólk með einu handtaki.
Það er ákveðin týpa af fólki sem hagar sér eins; Ninjur!
Ég er því titlaður "Ninja Rannsóknardeildar 365" hér eftir. Ég myndi breyta nafninu mínu í hið mjög rökrétta og fallega nafn Ninja ef ég væri kvenmaður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.