laugardagur, 6. janúar 2007

Ég komst mjög nálægt því að mála vegg í herberginu rautt í nótt þegar ég hnerraði (hnerr númer 25.833 síðan á miðvikudaginn) svo fast að ég fékk blóðnasir. Ef ég hefði ekki rétt náð að grípa fyrir andlitið þegar ég hnerraði í 25.834 sinn hefði veggurinn orðið rauður að mestu.

Það hljómar kannski vel að fá blóðnasir um miðja nótt þegar maður er við dauðans dyr vegna kvefs, en það er ekkert gaman. Eiginlega næstum leiðinlegt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.