Í morgun skipti ég Bónuspoka fyrir Nóatúnspoka áður en ég lagði af stað í vinnuna svo samstarfsfólk mitt myndi ekki álíta mig ódýran. Ég hugsaði: "Gott og vel. Ég er fátækur, jafnvel stórskuldugur, en það er óþarfi að fólk viti það!" Ég er semsagt orðinn snobbaður. Ömurleg tilfinning.
Núna, staddur í vinnunni, sé ég eftir þessari ákvörðun minni. Ekki bara vegna nagandi samviskubits yfir snobbinu mínu heldur líka og aðallega vegna þess að Nóatúnspokarnir eru talsvert þrengri um brjóstið en Bónuspokarnir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.