Ég á við gríðarmörg vandamál að stríða. Sum eru þó stærri en önnur. Hér er listi yfir þau helstu sem ég glími við þessa dagana:
* Samgöngumál: Bíllinn minn er bilaður, eins og áður hefur komið fram. Ég kemst illa á milli staða.
* Samskiptamál: MSN, sem ég nota til að halda sambandi við fólk, virkar ekki lengur hjá mér. Enginn getur skrifað neitt til mín.
* Heilsumál: Líkami minn er smámsaman að deyja. Hnéin eru farin að gefa sig. Nokkur hár orðin grá. Ég sé sífellt verr.
* Peningamál: Í kjölfar bilunnar bíls hverfa þær fáu krónur sem ég átti (og ætlaði að nota til að kaupa mér kók og risa hraun).
* Geðheilsa: Hausinn er í fullkomnu lagi, því miður. Að minnsta kosti nógu góðu lagi til að verða þunglyndur yfir vandamálum mínum.
Ég hugga mig þó við að það eru bara 5 dagar í næstu helgi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.