föstudagur, 26. janúar 2007

Kvikmyndagagnrýni III:

Babel
Ástæða vals: Björgvin bróðir spurði hvort ég væri til í að sjá hana með honum. Ég samþykkti án þess að vita neitt um hana.
Söguþráður: Barn skýtur bandaríska konu með riffli í Morokkó. Hefst þá atburðarás, einhverskonar. Myndin gagnrýnir hroka og vitleysuna í bandaríkjamönnum oft, m.a.
Leikarar: Myndin er vel leikin. Aðeins of vel leikin kannski.
Umgjörð: Myndin er vel gerð í alla staði.
Skemmtanagildi: Myndin er hrút djöfull ömurlega leiðinleg og langdregin. Dæmigert atriði er þegar kona fær sér að pissa á koppi og fer í sleik við manninn sinn rétt á eftir. Alltof löng mynd.
Annað: Ekkert gengur upp í þessari mynd, nema í blá lokin. Dæmigerð óskarsverðlauna listamanna artí fartí kjaftæðis mynd sem öllum finnst leiðinleg en enginn þorir að viðurkenna.
Stjörnur: Ein stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.