Kvikmyndagagnrýni II:
Stranger than fiction
Ástæða vals: Ég hafði heyrt að aðalkarakterinn sé eins og ég að mörgu leyti. Einnig er söguþráðurinn fyndin hugmynd.
Söguþráður: Fjallar um skattstofufulltrúa sem hefur gaman af tölfræði. Einn daginn, í hans mjög daufa lífi, fer hann að heyra rödd sem lýsir lífi hans í smáatriðum.
Leikarar: Leikarar standa sig vel. Will Farrell stóð sig ágætlega, þó annar leikari hefði sennilega passað betur í hlutverkið. Myndin fær full mikinn grínstimpil á sig þegar hún var ekki svo fyndin.
Umgjörð: Ekkert sérstakt við uppsetningu myndarinnar.
Skemmtanagildi: Myndin er áhugaverð. Ekki mikið meira en það. Nokkur brosleg atriði. Endirinn væminn, á slæman hátt.
Annað: Aðalkarakterinn á það sameiginlegt með mér að vinna á skattstofu (ég vann áður á skattstofu) og hafa gaman af tölfræði ýmiskonar. Einnig er hann hrútleiðinlegur, eins og ég og fylgir reglum. Það er sennilega það fyndnasta við myndina.
Stjörnur: Tvær stjörnur af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.