Kvikmyndagagnrýni I:
Apocalypto
Ástæða vals: Mel Gibson á það til að gera góðar myndir. Ég hafði bara heyrt góða dóma um þessa mynd og ákvað því að kíkja.
Söguþráður: Maya indjánar ráðast á Azteka indjána, myrða og taka til fanga. Myndin fjallar um einn fanganna, fjölskyldu hans og ævintýri í frumskógum Mexíkó.
Leikarar: Allir algjörlega óþekktir, nema Brad Pitt, sem leikur konung Maya þjóðarinnar.
Umgjörð: Gríðarlega flott mynd í alla staði. Furðulegt indjánatungumál talað sem eykur áhrif hennar. Fullt af indjánarössum út um allt, sem er galli.
Skemmtanagildi: Ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir talsvert af morðum, viðbjóði og karlmannsrössum. Spennandi, flott og skemmtileg mynd. Mikil upplifun.
Annað: Ég verð að taka enn einu sinni fram að það koma mjög margir karlmannsrassar fram í þessari mynd. Samt er hún mjög góð.
Stjörnur: Þrjár og hálf stjarna af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.