fimmtudagur, 25. janúar 2007

Í dag ætla ég að svara spurningunum með sömu rökum: "Af hverju ætti ég að hætta að drekka kók?" og "Hver vill lifa að eilífu? (og þá af hverju og hvernig?)".

Við byrjum á fyrri setningunni. Segjum sem svo að ég drekki eina hálfs lítra flösku af kók á dag, eða kók að andvirði kr. 150 á dag. Ef ég myndi hætta að drekka kók og leggja þess í stað þessar 150 krónur á dag (kr. 4.563 á mánuði að meðaltali) inn á sparnaðarreikning með ýmist 10%, 14,05 (hæstu sparnaðarreikningsvextirnir í dag) eða 20% sparnaðarreikningsvexti, má reikna út að útkoman getur orðið arðsöm.

Ef við gerum ráð fyrir engri verðbólgu og að vextir séu reiknaðir og greiddir inn á reikninginn einu sinni á ári þá sýnir taflan hér að neðan hversu mikið er hægt að spara á mismunandi löngum tíma, með misháum innlánsvöxtum:

Allir að FKN spara!

Til að svara fyrri spurningunni; Þú ættir að hætta að drekka kók svo þú getir oðrið milljónamæringur og jafnvel milljarðamæringur ef þú lifir lengi. Ég kýs þó að gera þetta ekki af því mér finnst kók svo gott.

Seinni spurningin; "Hver vill lifa að eilífu? (og þá af hverju?)", eins og Queen söng áður er auðsvarað. Sjáum fyrst graf yfir þróun innláns með 10% og 14,05% vexti:
Grafi grafi ha. HAHAHAHAHA

Hér má sjá að eftir ákveðið mörg ár þróast inneignin nánast lóðrétt upp. Því lengur sem þú lifir, því hraðar margfaldast féið.

Sá sem lifir að eilífu verður að horfa upp á alla þá sem viðkomandi þykir vænt um, deyja á einhverjum tímapunkti. Þeir sem meta peninga meira en ástvini (hægri sinnað fólk t.d.) mun þá væntanlega vilja lifa að eilífu.

Enginn getur lifað að eilífu, nema Hálendingar.

Svarið er því: Hálendingar sem kjósa hægri sinnaða flokka (Sjálfstæðis- og Rebúlikanaflokkinn, svo einhverjir séu nefndir) vilja lifa að eilífu, vegna ávöxtunarmöguleika sparireikninga og af því þeir geta það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.