Hér eru tvö samtöl úr þættinum Venni Páer (skrifað eftir minni):
Venni er hrifinn af stelpu og vill bjóða henni út.
Venni: "Heyrðu þú varst að tala um hittast eitthvað."
Stelpa: "Ég? Hvenær?"
Venni: "Bara í kvöld. Ég sæki þig."
Venni er einkaþjálfari náunga sem er að reyna að lyfta lóðum án árangurs.
Venni: "Segðu bara ég get þetta."
Náungi: "Ég get þetta."
Venni: "Nei, þú ert ekki að hlusta á mig. Ég get þetta."
Náungi: "Ég get þetta."
Venni: "Nei. Ég get þetta!"
Náungi: "Þú getur þetta."
Venni: "Miklu betra."
Ég mæli sterklega með þessum þáttum á Skjá einum. Einhversstaðar í fjarska heyrist mér einhver segja "Lágmenningarfífl" um mig. Aðeins eitt svar við því: Þú ert lágmennningarfífl fyrir að lesa þetta blogg mitt. Tekinn!
Annars flokka ég ekkert í lá- og hámenningu, nema þetta blogg mitt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.