mánudagur, 15. janúar 2007

Ég viðurkenni þrennt hérmeð:

1. Ég hef ótrúlega gaman af tölfræði. Þetta vissuð þið sennilega ekki.
2. Ég hef rosalega gaman af því að setja upptalningaratriði í lista, eins og þennan.
3. Ég er með svakalega lélegt minni og man sjaldnast hvað ég hef sagt áður og hvað ekki.

Allavega, síðan ég lokaði blogginu í febrúar 2006 (fyrir ca 11 mánuðum síðan) og opnaði aftur nokkrum vikum síðan án athugasemda, hefur aðsóknin á þessa síðu hrunið, sem er skiljanlegt.

Í nóvember 2006 blés ég í markaðsherferðarlúðrana af tilefni af því að ég ætla að ná aðsókninni aftur.

Það fyrsta sem ég gerði var að setja athugasemdirnar aftur inn. Það virkaði ekki. Lesendur eru ragir við að skrifa athugasemdir þar sem þeir álíta mig fólkshatara, með réttu.

Næsta vopn mitt var að byrja að blogga mun oftar en áður, eins og í gamla daga. Það virðist ekki virka, eða virka amk seinlega þar sem aðsóknin fer mjög hægt upp.

Þriðja vopnið væri að skrifa athugasemdir á blogg annarra til að fá lesendur þeirrar síðu til að koma oftar. Það kemur ekki til greina þar sem ég, sem ætlast til þess að fólk lesi mína síðu, les ekki síður annarra.

Fjórða vopnið væri að reyna að fá hlekk á b2.is. Það kemur ekki til greina þar sem það er ódýr og leiðinleg leið sem dregur að 12 ára krakka sem þykjast vita allt.

Fimmta vopnið væri að kaupa heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu en ég á ekki sprilljón, þannig að það verður að bíða.

Þá eru vopnin upptalin og ég verð að bíða og sjá hvort dugnaður við blogg ásamt athugasemdum sé nóg eður ei. Annars stefnir allt í bæði andlegt og líkamlegt gjaldþrot.

Hér fyrir neðan má sjá rannsóknargögn mín; gröf fyrir aðsóknartölur á síðuna frá í apríl 2006. Smellið á myndina fyrir stærra eintak.

Aðsóknin á þessa síðu síðan apríl 2005.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.