Ég er með reikningablæti (e.: fetish). Þessi mánaðarmót eru mín happamánaðarmót ef litið er til blætisins. Hér er sýnishorn:
Viðgerð á bíl: kr. 120.000.
Tryggingar á bíl: kr. 75.000.
Greiðsla á körfuboltasal (hvar ég spila): kr. 52.000.
Leiga: kr. 33.000.
Visa: Kr. Sprilljón (gróft áætlað).
Sem betur fer er ég líka með blæti fyrir skuldum, yfirdrætti og að eiga niðurlægjandi samtöl við lánadrottinn minn, Landsbankann, helst íklæddur leðurmúnderingu.
Næstu dagar eru uppáhaldsdagar mínir á árinu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.