mánudagur, 29. janúar 2007

Ég spilaði bandý á laugardaginn þar sem körfuboltaæfing féll niður. Spilað var í tvo og hálfan tíma. Ég er með harðsperrur á öllum mögulegum stöðum í dag, þar á meðal á iljum beggja fóta, í lófunum og í vöðva í bakinu sem ég vissi ekki að væri til í mannskepnunni.

Ég mæli mjög með bandý fyrir alla. Mér hefur sjaldan liðið jafn vel andlega og um leið grátið úr líkamlegum sársauka. Ég myndi þurrka mér í framan ef ég væri ekki hræddur um að beinin í handleggjunum myndu molna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.